Færslur: 2006 Júlí

04.07.2006 19:57

Héðinsmótinu í Bekkpressu á Ólafsvík

Mörg Íslandsmet náðust á Héðinsmótinu í Bekkpressu á Ólafsvík

2006

Eitt stærsta mót ársins í Ólafsvík laugardaginn 1.júlí.

 

María Guðsteins títla byrjaði á því að tvíbæta Íslandsmet Möggu massa í 75kg flokki þegar hún tók 95 og 100kg.

 

Ingvar Ingvarsson ringo sigraði glæsilega er hann

tók 222,5 og setti nýtt met eftir að hafa klikkað á því í fyrstu tilraun.

 

Skaga-Kobbi Baldursson fór mikinn í tíunni. Hann varð þar yfirburðasigurvegari eins og við var búist. Hann tók fyrst 255 létt og síðan sálgaði hann eigin meti sem var 260 með því að taka 265 örugglega. Þriðja tilraunin með 275 heppnaðist ekki.

 

Auðunn Jónsson. Hann bætti met Ingvars ringo í 125 um hálft kíló þegar hann tók 280,5 .

Íslandsmet

María Guðsteinsdóttir ( Títla ) í 75,0 kg flokki tvíbætti metið. Tók fyrst 95,0 kg og síðan 100,0 kg. Gamla metið átti Margrét Sigurðardóttir.

Ingvar Jóel Ingvarsson ( Ringo ) í 100,0 kg flokki lyfti 222,5 kg og bætti met Svavars Smárasonar.

Jakob Baldursson ( Skaga Kobbi ) bætti eigið met í 110,0 kg flokki þegar hann lyfti 265,0 kg.

Auðunn Jónsson ( Verndari klakans ) í 125,0 flokki lyfti 280,5 kg. Gamla metið átti Ingvar Jóel Ingvarsson.

 

 

Verðlaun fyrir bestu stigaárangur karla fékk Auðunn Jónsson og í kvennaflokki Jóhanna Eyvindsdóttir.

 

Sjá Myndaalbúm Skaga Kobbi þar eru myndir af Héðinsmótinu.

 

 

  • 1
Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 656
Gestir í gær: 161
Samtals flettingar: 255322
Samtals gestir: 45103
Tölur uppfærðar: 27.12.2024 01:21:05