12.02.2010 23:53

Fréttir

12.2.2010

Stórsigur fyrir lántakendur.

Í dag var lántakenda dæmdur sigur í máli gegn Lýsingu Fjármögnun.  

Nýtt Ísland sló á þráðinn til Björns Þorra Viktorssonar lögmanns en hann flutti fyrsta mál skjólstæðings síns um hugsanlegt  ólögmæti bílalána í erlendri mynt gegn SP Fjármögnun fyrir nokkrum vikum. "Þetta eru stórfréttir. Ég þarf að lesa dóminn betur, en mér sýnist þetta vera fyrsti sigur af hugsanlegum mörgum  gegn bílalánafyrirtækjunum. Þetta eru stórfréttir" Björn Þorri mun láta forsvarsmenn NÍ vita betur á morgun um hans túlkun á þessum fyrsta sigri fólksins í landinum með ÓLÖGMÆTI erlendra myntkörfulána  gegn lánastofnun.

 Ef betur er skoðað má sjá á öllum greiðsluyfirlitum frá bílalánafyrirtækjunum  gerir ráð fyrir 2.5% verðbólguspá. 

Nýtt Ísland kannaði í dag hjá Íslandsbanka um verðbólgu s.l. 30 ár á Íslandi, starfsmaður Íslandsbanka (ekki Birna Einarsdóttir), fann út c.a. 17% meðal verðbólgu á Íslandi s.l. 30 ár!  Hvernig geta lánastofnanir með mjög svo villandi hætti sýnt á greiðsludreifingarblaði aðeins 2.5% verðbólguspá!    Hver er ábyrgð bankanna? Að sýna svo lága verðbólguspá, hver er og var tilgangurinn?  Bankinn er  alltaf   fagmaður og á kunna að fara eftir reglum vegna yfirburða, þekkingu og sérstöðu sinnar gagnvart lántakendum. Hví fóru bankarnir fram með villandi upplýsingar? Hví ýttu bankarnir erlendum myntkörfulánum að okkur fólkinu í landinu?

 Er sanngjarnt að lántakandinn taki allan skellinn? Bankinn er í smekkbuxum með belti og axlabönd? Er sanngjarnt að hugsanlega tóku bankarnir stöðu gegn íslensku krónunni? Ef það reynist rétt þá má sjá að bankarnir eru ábyrgir að hluta vegna þeirar ógæfu sem lántakendur hafa ratað í.

Þegar maður dælir bensíni á bílinn sinn, er ómögulegt að vita hvort maður dælir nákvæmlega þeim lítrum sem mælirinn sýnir. Því er Löggildingarstofan öryggisventill neytenda á Íslandi. 

Nýtt Ísland spyr, þegar fólk kemst í vanskil og greiðir við og við inná biðreikninga og/eða inná höfuðstól lána, er hægt að treysta því að "banka-löggildingastofa" skoði í hvað innáborganir fari raunverulega? Má treysta því að öll innborgunin skili sér inná höfuðstól láns lántakendanna eða fer stór hluti innborgunarinnar inná bankann beint í formi allskyns kostnaðar og vaxta án nokkurar vitundar lántakendans?

Er ekki þörf á rannsókn tugi ára aftur í tímann? Engin "banka-löggildingarstofa" hefur skoðað þetta eða hvað?

Það eru meira að segja lög fyrir því að stimpla á við hverja innborgun inná skuldabréf lántakenda greiðsluna. Því spyr NÍ hafa eigendur bankanna tekið sér góðan hluta af greiðslum okkar í sinn vasa í tugi ára?

NÍ spyr fólkið í landinu:

Gerir þú viðskipti við bankann þinn nema af illri nauðsyn í dag?

Hver treystir bönkunum í dag? EKKI NÝTT ÍSLAND

Sent inn 12.2.2010

12 feb. 2010  Bjartur  sagði:

Glæsilegt, enn einn dropinn sem holað hefur steininn í heilt ár, nú eru komnar STÓRAR sprungur, Hef trú á að fljótlega sjáum við enn meiri árangur :-)

12 feb. 2010  guðný Ásmundsdóttir  sagði:

Þetta eru stórfréttir! Ekkert komið inná Eyjuna, DV Mbl eða Vísir er NÍ að skúbab svaka frétt?

12 feb. 2010  GúsTI PÚST  sagði:

? Hvað er að fara að gerast. Fær maður endurgreitt ógeðis reikningana sem ég er búinn að borga af Bimmanum í þrjú ár????? Lánið mitt hefur hækkað um 2.3 mills. YES YES YES YES ég mæti á Austurvöll

12 feb. 2010  GúsTI PÚST  sagði:

? Hvað er að fara að gerast. Fær maður endurgreitt ógeðis reikningana sem ég er búinn að borga af Bimmanum í þrjú ár????? Lánið mitt hefur hækkað um 2.3 mills. YES YES YES YES ég mæti á Austurvöll

12 feb. 2010  Guðbjartur Ágúst  sagði:

Það er nú þannig að við sem látum okkur málin varða stöndum við það sem við segjum. Tók ákörðun strax um að berjast af fullum þunga.

12 feb. 2010  Júlíus  sagði:


Glæsilegur dómur

nú gerist það sem allir hafa beðið eftir

það verður siðbót í þjóðfélaginu

Ég ætla að mæta á morgun á austurvöll og ætla rétt að vona að bankastjórarnir geri það líka

Ég hef það á tilfinningunni að reið þjóðin muni mæta í höfuðstöðvar bankana á mánudagsmorgun og mótmæla

Ég hef það skv vinkonu minni á ferðaskrifstofu að stjórnendur og embættismenn sem komu að hruninu séu í auknum mæli að bóka sig í sólarlandaferðir. Mér finnst þetta mjög sérstök tímasetning og gefur okkur kannski fyrirheit um það sem er í vændum.

allir á Austurvöll

12 feb. 2010  Níels  sagði:


Glæsilegt framtak hjá ykkur

Íslendingar, sýnum samstöðu og mætum á Austurvöll á morgun

okkar tími er kominn

Upp með fólkið - niður með bankana og spillta stjórnmálamenn

Lifi byltingin

12 feb. 2010  Björn Þorri Viktorsson  sagði:

Sæl öll. Bara svo það misskiljist ekki á fréttinni, þá var þetta mál sem vannst í dag ekki flutt af mér. Ég óska viðskiptavinum Lýsingar til hamingju með niðurstöðuna - réttlætið virðist vera að ná undirtökunum á einhverjum sviðum... :)

12 feb. 2010  Ragnar  sagði:


Yes yes yes yes yes yes yes yes

nú fer eitthvað að bresta

eg mæti í fyrramálið í vakninguna svo í mótmælin og eftir það bílamótmælin.

12 feb. 2010  Níels  sagði:


Sæll Björn og til hamingju með daginn

Ég mun senda Ólafi Ragnari bréf og mæla með því að þú fáir fálkaorðuna fyrir baráttu þínu fyrir óréttlætinu

lifi byltingin

12 feb. 2010  Anna56  sagði:


Held að Ní ættu að fara að skipuleggja mótmæli fyrir framan höfuðstöðvar Íslandbanka einn virkan dag í viku, næsta dag fyrir framan Arion og svo Landsbankan

held að fleiri myndu mæta á það en Austurvöll

Ég er kominn með svo mikið ógeð af þessu ástandi að ég gæti ælt

12 feb. 2010  Anna56  sagði:


Ég er búin að æla og ég mun kasta upp aftur

http://www.dv.is/frettir/2010/2/12/afskriftaforstjori-blaes-til-veislu/

þetta er viðbjóðslegt

svo þurfa þúsundir manna á fjöldskylduhjálp að halda

hvar er samviska þessa manna

12 feb. 2010  Níels  sagði:


Anna

Ekki blanda Icelandic Group og Finnboga inn í þetta mál

Finnbogi er drengur góður og hefur ekkert um þessi mál að segja. Hann tekur bara það sem honum er rétt

12 feb. 2010  Níels  sagði:

Gústi

mætir þú á morgun á austurvöll

12 feb. 2010  Ragnar  sagði:


Yes yes yes yes yes yes yes yes yes yes yes yes yes yes yes yes yes yes yes yes yes yes yes yes yes yes yes yes yes yes

http://silfuregils.eyjan.is/2010/02/12/ologleg-gengistrygging/

Það er stríðsdans alla helgina hjá mér

yes yes yes

 

Today's page views: 586
Today's unique visitors: 140
Yesterday's page views: 153
Yesterday's unique visitors: 28
Total page views: 255224
Total unique visitors: 45072
Updated numbers: 26.12.2024 14:24:43